Um þorrablót Syðra-Lónsættarinnar

Þorramatur. Þorrablót Syðra-Lónsættar 2008

Haukur Björnsson rekur sögu þorrablótanna en þau eru samtals orðin 35.

Á ágætu þorrablóti ættarinnar laugardaginn 3. Febrúar 2008 ræddum við Þorgeir m.a. um þorrablótin og tilhögun þeirra í gegnum tíðina. Sagði hann mér að hjá þeim systkynunum hefðu blótin verið haldin átta sinnum. Látin rótera milli þeirra sem bjuggu hér á suðvestur horninu en Sigtryggur hefði ekki komist að einhverra hluta vegna. Þau hafa því verið átta talsins. Síðan fann ég út að Jónína Eiríksdóttir hefði átt frumkvæði að því að þetta var fært í núverandi form, þ.e. að það væri opið öllum fermdum meðlimum ættarinnar og þeirra fólki. Rifjaði hún það upp með mér að eftir að hún hafði hugleitt málið í talsverðan tíma hefði hún ákveðið að ræða þetta við fólkið við jarðarför Árna heitins í byrjun janúar 1982 og síðan slegið til sem elsta barnabarn þeirra Guðmundar og Herborgar og drifið í málinu. Þannig var útvíkkað þorrablót ættarinnar fyrst haldið 1982 og hefur verið árlega síðan. Eru blótin því samtals orðin 35.

Frá því að útvíkkuðu blótin hófust var venjan að menn skráðu sig í gestabók sem lá frammi en þegar við Lilla vorum að ræða málin kom í ljós að engin bók lá frammi á blótinu í ár. Teljum við þetta miður og vonum að bókin komi ljós og verði framvegis til notkunar í þorrablótum. Þetta virðist kannski lítið mál en þegar frá líður geta þetta orðið merkilegar heimildir um samskiptin innan ættarinnar.

You may also like