Neytendabragur og móttökulag
Flutt á þorrablóti, líklega 2010.
Móttökulag
Nú setjum þetta þorrablót
og þetta góða kvöld
Hreyfum bæði hæl og fót
nú hefur gleðin völd.
Verið þið öll velkomin
til vetrargleði í dag.
við erum NEFND með nóg af mat
og nýlegt Þorralag:
Við bjóðum hrútspungana, harðfiskinn
og hákarl til að klígja við,
Þú skalt borða þorramatinn,
þrumarann og viðbitið.
Svo er bara að svelgja vínið
sjaldan sleppum því,
svo það komi sæla skapið
sem við erum í!
Já flest nú skal til skemmtunar
og skammtað vel á mann,
Við biðjum ykkur blessunar
það breyta öllu kann.
Þorramatur þessi er
þrusu fóður gott.
Nú þennan óð að enda ber
en ættin, hún er flott!
Við bjóðum . . .
Neytendabragur
Já nú skal kveðið um kosti og galla
þess kyns sem oss hefur numið alla,
já miklar dásemdir drepum á
og dyljum ekkert, nú sagt skal frá:
Þau eru:
Þingeyingar
og frá Lóni
og þau vilja bara
vera með okkur
og við getum
ekkert gert að því
því við erum bara svona sæt!
En þetta er erfitt því einhvern veginn
er þrjóskan einungis þeirra megin.
En á okkur finnst ekkert last
svo eitthvað hafa þau forframast!
Þau eru: . . .
Þau eru lítil en lagleg framan
að lifa með þeim er stundum gaman.
að laga mat finnst þeim mesta sport
og með því sællegt er útlit vort.
Þau eru: . . .
En nú skal þorramat þrengt um kokið
svo þá er söng þessum næstum lokið
Ættin sest nú við söng og skál
að sjást og hittast er þeirra mál!
Þau eru: . . .
Comments are closed.